Little Lollipops Chihuahua

Eldri fréttir


28.12.2008

Litli Stúfur fór loksins á spena sjálfur í gær og hefur verið síðan þá á spena :-D og er orðin 90gr!!
Við erum svo ánægð með hann!
Fleiri nýjar myndir hér eða klikkið á myndina


Litli Stúfur, fyrsti rakkinn og bollan nr 2


 

26.12.2008

Það gengur vel með hvolpana og þyngjast þau vel en ekki minnsti, hann tekur ekki spena og þarf að gefa honum pela á 2-3 tíma fresti en áðan fór hann aðeins á spena og vona ég að hann verði farin að geta drukkið sjálfur fljótlega :-)

En hér koma myndir og getið séð fleiri hér eða klikkið á myndina til að fá fleiri myndir.


 

24.12.2008

Til hamingju Ísabella og Eldur

Ísabella átti 5 hvolpa 22.des, fjóra stráka og eina stelpu.
fyrsti strákurinn kom kl. 20:48 og síðasti sem var stelpan kl. 23
Ég hélt fyrst að þetta myndi bara vera strákar en stelpan kom svo klukkutíma seinna eftir þeim.
Takk æðislega Anja fyrir hjálpina.

En viljið þið ekki myndir :-D Anna tók fullt af myndum fyrir mig.
Takk æðislega Anna fyrir myndirnar.


Öll saman


Þessi kom fyrstur og var 115 gr og er eins og Ísabella á litin.


:nr 2 og er svartur en hvítur á maganum og var stærstur 144 gr


nr 3 og er rosa flottur á litin og var 97 gr


nr 4 og hann var minnstur og kalla ég hann litli Stúfur og hann var 84 gr


nr 5 sem er tíkin, myndin er aðeins óskýr því Ísabella var orðin stressuð að fá hana tilbaka og hún var 108 gr

 

 


 

21.12.2008

Hæhæ nú fer að styttast í hvolpana :-D
Það er dagur 60 í dag og hvolparnir eru sko farnir að hreyfa sig mikið og hér er ein mynd síðan áðan.

og ein af Öbbu í jólabaði.
Fleiri myndir hér eða klikkið á myndina


 

15.12.2008

Hér koma nýjar bumbumyndir og líka þegar við vorum að skreyta jólatréð.
Fullt af fleiri myndum í viðbót hér eða klikkið á myndirnar til að fá fleiri myndir

Dagur 47

Dagur 54


 

10.12.2008

Til hamingju með afmælið elsku Ísabella okkar og
Glói og Lúkas bræður hennar.

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Ísabella
hún er 2ja ára í dag

Fleiri myndir hér


 

 

08.12.2008

Jæja hér koma nýjar bumbumyndir
Svo eru fleiri bumbumyndir hér

Hér sjáið þið svo muninn á degi 41 og 47

Dagur 41

Dagur 47


02.12.2008

Hér koma bumbumyndirnar, getið séð hér muninn á bumbunni en ég veit ekki hvort það sjáist rosalega vel en hún er komin stóra bumbu.


Dagur 33


Dagur 41


Nærmynd af bumbunni.

Svo koma aftur myndir eftir viku.
Hér er ein krúttí mynd af Öbbu.


 

28.11.2008

Eldur og Frímann komu í heimsókn í dag.
Abba var ekkert spennt að fá þá í heimsókn og Eldur vildi alltaf fá hana í leik.

Ísabella vildi bara kúra.
Hér eru nokkrar myndir, smellið á myndina til að fá fleiri myndir eða hér


Eldur að krúttast :-)


 

25.11.2008

Það gengur vel hjá Ísabellu núna, borðar vel en síðustu daga hefur hún borðað lítið.
Maginn er farin að stækka smá og spenarnir líka.
Svo eru bara 29.dagar eftir vííí þangað til hún á að eiga :-D

Við erum bara komin í jólaskap, búin að skreyta síðuna, skreyta húsið og svo á að baka um helgina :-D
Það er nóg að gera hjá okkur.
Við ætlum líka að taka vikulega myndir af bumbunni á henni og sjá munninn.
Svo ætlum við að setja tvær bumbumyndir í næstu viku á síðuna.

En hér er ein mynd af skvísunni


 

19.11.2008

Við fórum í sónar í dag og gá hvort það væru jólahvolpar hjá Ísabellu og það sáust 3 til 4 hvolpar í henni :-D
þannig þetta verða hvolpajól :-)

Til Hamingju Ísabella og Himna Eldur :-)


Hér er ein mynd og það sjást 3 hvolpar.


Svo einn hér.


 

16.11.2008

Jeijjjj myndavélin er loksins komin í lag og förum við að taka fullt af myndum:

Hér eru myndir sem við tókum áðan af Ísabellu og Öbbu Dís.


Stilla Öbbu Dís fínt upp


og Ísabellu líka og eru fleiri myndir hér


 

02.11.2008

Við erum komin með ræktunarnafn! :-) jeijjjj við sóttum um Little Lollipops og fengum það á réttum tíma :-D


 

26.10.2008

Síðustu daga kom ISCH Himna Eldur í heimsókn og var paraður við Ísabellu. Gaman að sjá hvort það komi einhverjir jólahvolpar. :-)


Ísabella

Eldur sæti :-)


Kolla með Ísabellu og Anna með Eld sem er eigandi hans


þau eru svo mikið krútt.


 

20.10.2008

Mika sæti strákur kom í heimsókn í gær.
Ísabella var hrifin að fá fleiri Shih Tzu vini en Abba vildi ekki sjá hann en í endanum var hún farin að að sætta sig við hann.

Ein mynd af Öbbu og Mika

fleiri nýjar fréttir fyrir neðan.


 

18.10.2008

Til hamingju með 20.ára afmælið elsku Tinna frá öllum dýrunum.

fleiri nýjar fréttir fyrir neðan


15.10.2008

Það er allt gott að frétta hjá okkur.
Það er voða spennandi tímar framundan hjá Ísabellu og segi betur frá því seinna:-D

Við Villa kíktum svo í gær á fyrirlesturinn hjá Helgu Finns og þetta var bara mjög fróðlegur fyrirlestur um
hnéskeljalos, meðgöngu, tennur, augu og margt fleira.
Kristín, Fjóla og Böggý voru líka og var gaman að hitta þær :-)

Svo kíktum við til Beggu, Pumu skvísu og Paolo gæja á laugardaginn var í heimsókn með ísabellu og
var voða gaman hjá þeim.

Kristín kíkti svo í heimsókn með sínar skvísur á sunnudeginum.

Hér er ein mynd af Paolo


 


 

06.10.2008

Það er að koma út Chihuahua mynd

http://www.youtube.com/watch?v=AoNDp03udhg hehe

Ég þarf að kenna mínum þetta: http://www.youtube.com/watch?v=DH26aAmWVgY&feature=related

og þetta http://www.youtube.com/watch?v=MRUrxGhGG9U


 

03.10.2008

Fyrsti snjórinn kom í gær og stelpurnar hlupu út um allan garð að leika sér.
Þær fóru svo út í dag og elskuðu snjóinn, ekkert smá gaman hjá þeim.

Sýningin var svo síðustu helgi en Ísabella fékk að sleppa henni :-) rosa ánægð með það.

En hér eru fullt af myndum frá því í dag.
Klikkið á myndina til að fá fleiri myndir eða skoðið hér

Ein stelpa sem bróðir minn þekkir teiknaði þessa æðislegu mynd af stelpunum
Rosalega flott :-D


 

12.09.2008

Þetta eru Chihuahua reglurnar okkar:

1. Ef ég hef áhuga á því þá er það mitt


2. Ef það er í munninum mínum þá er það mitt


3. Ef ég var með þetta fyrir stuttu þá er það mitt


4. Ef ég get tekið það frá þér þá er það mitt


5. Ef þetta er mitt þá mun það aldrei vera þitt.


6. Ef þetta lítur út fyrir að vera mitt þá er það mitt.


7. Ef ég sá það fyrst þá er það mitt


8. Ef það er ætilegt þá er það mitt


9. Ef þú hefur eitthvað og setur það niður þá er það mitt


10. Ef ég naga eitthvað í sundur þá eru allir bitarnir mínir


11. Ef ég fæ leið á því þá er það þitt


12. Ef ég vil það tilbaka þá er það mitt


22.08.2008

Berglin, Paolo og Puma komu í heimsókn í vikunni.
Ísabella og Abba Dís voru ánægðar að fá voffa heimsókn :-)
Það var rosa stuð og leikið mikið saman

Hér eru fullt af myndum frá því
smellið á myndina eða skoðið hér til að fá fleiri myndir


 

15.08.2008

Við fórum í heimsókn til Böggý og voffana og tókum fullt af myndum :-)
Hér eru nokkrar myndir:
Smellið á myndina eða skoðið hér til að fá fleiri myndir.


 

06.08.2008

Prufu mynd


 

30.07.2008

Hér koma fleiri myndir af stelpunum úti í garði.
Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir eða smellið hér

Fleiri nýjar fréttir fyrir neðan.


 

25.08.2008

Kolla Ólöf og Steina fóru heimsókn til Böggý að sjá nýja hvolpinn hennar hann Júnó Jazz sem er 7.vikna.
Hann er algjört krútt og er undan Kæju og Conan Catchas Rio De Janeiro.
En Kolla tók fullt af myndum.
Smellið á myndina til að fá fleiri eða skoðið hér

Svo eru hér myndir af stelpunum í garðinum í dag
Smellið á myndina eða skoðið hér


 

07.07.2008

Við fórum í dag að heimsækja Aríel Sólina og Sesar okkar í Alviðru.
Stelpurnar fengu að fara með og það var rosalega gott veður.
Svo fengu stelpurnar að hlaupa lausar fyrir ofan í stóra grasinu og skemmtu þær sér vel.
Við fórum svo í sjoppuna rét hjá Alviðru og fengum okkur smá ís og fengu þær að smakka.
Svo á leiðinni heim var svoldið þoka á Hellisheiðinni.

En hér eru nokkrar myndir frá ferðinni.
Smellið á myndirna til að fá fleiri myndir eða skoðið hér


 

29.06.2008

Ísabella fór á sýninguna í dag og stóð sig frábærlega vel, hún lenti í 2.sæti og fékk excellent í unghundaflokki.

Lúkas bróðir Ísabellu fékk 4.sæti og Glói bróðir Ísabellu fékk 2.sæti meistaraefni og 3.sæti í besti rakki tegundar.

Myndir frá sýningunni hér
Myndband frá sýningunni hér: http://www.youtube.com/watch?v=9E9C0oX21w8
Stærra myndband http://www.youtube.com/v/9E9C0oX21w8


Ljósmyndari: Ari Þór Jóhannesson

Umsögn:

Head correct + ears + bite
deep stop
to rouch in back
rear angul. is correct
to close in rear when moving.

Fleiri nýjar fréttir fyrir neðan


28.06.2008

Stelpurnar voru í Chihuahua básnum í dag og sjónvarpið kom og tók myndir af Ísabellu og Lúkasi bróðir hennar.
Þær stóðu sig mjög vel og komu fullt af fólki.

Hér er linkurinn:
http://www.youtube.com/watch?v=euXZVY70PZk

http://www.youtube.com/v/euXZVY70PZk stærri mynd

fleiri myndir frá básnum hér


 

26.06.2008

Við keyptum sundlaug handa stelpunum til að leika sér í og þær voru ekkert hræddar að fara í sundlaugina :-)

Svo verður Chihuahua sýningin þessa helgina 28-29.júní.
Þetta er á sunnudaginn og Snöggu Chihuahua byrja kl.13:16-13:44 og Síðhærðu kl.13:44-15:08

Ísabella verður sýnd og ætlar Villa að sýna hana en hér fyrir neðan eru myndir frá sundlauginni.


12.06.2008

það er búið að vera svo gott veður og stelpurnar búnar að leika sér mikið í garðinum og voru alveg grænar eftir það og við tókum margar myndir frá því.
Í gær komu Anton og Max í heimsókn og við tókum líkar myndir þá.
Abba var ekkert spennt fyrst að tala við þá en vildi svo tala við Anton.
Ísabella elskar þá alveg í botn og vildi leika sér við þá allan tímann:

Myndirnar frá því eru hér eða smellið á myndina til að fá fleiri myndir.


 

11.06.2008

Við stelpurnar kveðjum kæran vin okkar hann Alex sem féll frá 10.júní.
Nú leikur hann sér handan regnbogabrúarinar með Bóasi, Ariel og Sesari.
Hvíldu í friði elsku besti vinur okkar.
Þínar vinkonur Abba Dís og Ísabella


02.06.2008

Við stelpurnar kveðjum kæran vin okkar hann Sesar. Hann varð 16 ára í maí og alltaf stóð hann með
þeirri virðingu sem siamskettir sýna og ekki var virðingin minni þegar hann fór yfir landamærin. Hann hvílir við hlið Aríel Sólar í Alviðru og bíður handan regnbogabrúarinnar með henni. Hvíldu í friði elsku Sesar okkar!
Þínar vinkonur Abba Dís og Ísabella.


 

18.05.2008

Abba Dís og Ísabella fóru í Hvammsvíkur gönguna í dag.
Það var ekkert smá gott veður og æðislega skemmtileg ganga :-D
Eftir gönguna sátum við í grasinu að borða nesti og leyfðum hundunum að leika sér saman.

Við tókum fullt af myndum frá göngunni og líka video myndband.
Það tekur smá tíma að byrja en hér er myndbandið: http://www.ice.is/isabella/hvammsvik.wmv

en ef það eru fleiri en tveir að horfa á myndbandið í einu þá verður myndbandið hægvirkt og þá er betra að horfa á það eftir ca 10mín.

Myndirnar eru hér eða smellið á myndina til að fá fleiri myndir.


Ljósmyndari: Ari Þór Jóhannesson

Fleiri nýjar fréttir fyrir neðan


11.05.2008

Ísabella og Abba Dís fóru til dýralæknis á föstudaginn.
Abba fór í árlegu sprautuna sína og svo létum við tékka á hnéskeljunum hjá þeim í leiðinni og þær eru ekki með hnéskeljalos :-D

Svo komu Alex, Anton og Max í heimsókn í vikunni og var rosa stuð hjá stelpunum og léku þau sér öll í garðinum :-)

Myndir frá því hér eða smellið á myndina.


Anton og Ísabella bestu vinir

Fleiri nýjar fréttir fyrir neðan


05.05.2008

                                                                    

Til hamingju með 1.árs afmælið Abba Dís og með 16.ára afmælið Sesar


Abba Dís 1.árs og óskar hún Pattý og Rómeó til hamingu með daginn.
Fleiri myndir hér eða smellið á myndina.


Sesar 16.ára í dag


Askur varð 10.ára í mars


 

02.05.2008

Það er búið að vera svo gott veður og fórum við í vikunni í Úlfarsfell og í kringum Reynisvatn en við gleymdum myndavélinni :-(

Kolla átti svo afmæli í gær og Anja kom í heimsókn og gaf Ísabellu og Öbbu Dís líka pakka, Ísabella og Abba Dís voru rosalega ánægðar með það :-D

Svo á Abba Dís afmæli 5.maí og þá fær hún eitthvað gott að borða, afmælisgjöf og góðan göngutúr :-D


Abba Dís, Anja og Ísabella


23.04.2008

Við fórum á félagsfund í Sólheimakoti í gær og fengu hundarnir að hlaupa lausir eftir fundinn.

Myndir hér frá Sólheimakoti eða klikkið á myndina til að fá fleiri myndir.


Lúkas og Ísabella


 

19.04.2008

Endilega skoðið þetta:

http://www.icelandsocks.com/?id=95fa014c-e768-4bab-a5ad-f5fdcfed1ae5


 

15.04.2008

Til hamingju með afmælið Aríel Sólin okkar sem hefði orðið 4.ára í dag

Við fórum í Alviðru í dag að heimsækja Aríel Sólina okkar og settum rósir hjá henni.
Ísabella og Abba Dís fengu að fara með og það var rosalega mikill snjór og gátum við ekki lagt í bílastæðið.

En hér eru nokkrar myndir frá Alviðru.
Fleiri myndir hér

Fleiri nýjar fréttir fyrir neðan


 

13.04.2008

Hæhæ,
Ísabella fór í augnskoðun um helgina og eru augun 100% í lagi :-D

Ísabella ætlar kannski að fara með Kollu upp á Esjuna næstu helgi og auðvitað tökum við myndir ef við förum, plötum kannski Villu og Öbbu með híhí.


Stjörnuhundar


 

07.04.2008

Það er ekkert mikið að frétta hjá okkur, þær eru ennþá að lóða og rakkarnir hanga í kringum húsið.
Ísabella er að fara í augnskoðun á laugardaginn í Sólheimakoti, læt ykkur vita hvernig gekk.

Hér er ein sæt mynd af Öbbu Dís :-)


 

26.03.2008

Daur Snær er búin að vera í smá pössun hjá okkur og nokkrar myndir frá því.
Abba Dís og Ísabella byrjuðu að lóða í gær sama dag.
Myndir hér


 

20.03.2008

Gleðilega páska allir vinir okkar


 

18.03.2008

Við fórum að heimsækja Aríel Sólina okkar í Alviðru.
Það var frekar mikill snjór og þurftum að moka aðeins og settum kerti hjá henni.

Stelpurnar fengu svo að vera lausar í stóra túninu fyrir ofan og tókum nokkrar myndir frá því.

Böggy og Kæja komu í heimsókn á föstudaginn og Kæja, Ísabella og Abba sömdu rosalega vel saman en við gleymdum að taka myndir frá því :-( sorry Böggy mín.

Myndir frá Alviðru hér eða klikkið á myndina til að fá fleiri myndir


 

05.03.2008

Myndband frá Chihuahua  hundasýningunni 1.mars 2008
http://www.acidplanet.com/components/embedfile.asp?asset=1090184&T=3103

http://www.ice.is/isabella/1mars.wmv
tvíklikkið á myndbandið til að fá myndbandið stærra.

Fleiri nýjar fréttir fyrir neðan.


 

01.03.2008

Er rosalega ánægð með Ísabellu og rosalega montin hvað henni gekk vel, hún var í 4.sæti í ungliðaflokki af 5 sem mættu :-D
Pattý systir Öbbu var í 3.sæti :-D
Bróðir hennar Ísabellu, Glói í 2.sæti í ungliðaflokki og 4 besti rakki tegundar
og Lúkas í 3.sæti ungliða :-D
Umsögnin hennar ísabellu hér fyrir neðan.

Very good in type, very good in size
enough rounded skull, right rounded eyes,
enough carried ears.
Topline straight enough
raight carried tail, raight chest
enough parallell movem.
right coat + color

Myndirnar komnar inn frá sýningunni :-)

klikkið á myndina eða skoðið hér til að fá fleiri myndir.
Ljósmyndari: Ari Þór Jóhannesson

nýjar fréttir líka fyrir neðan.


 

29.02.2008

Við fórum í heimsókn til mömmu Öbbu, Jökuldís Jöru og hittum systkinin hennar, Pattý og Rómeó
Pabbi þeirra Dagur Snær komst ekki.
Við tókum fullt af myndum
Hér eru myndir eða klikkið á myndina til að fá fleiri myndir

Mamma Öbbu Dís hér og Systkini Öbbu Dís hér
Svo er sýningin á morgun :-)


 

23.02.2008

Sýningin er næstu helgi og Ísabella er búin að vera í sýningarþjálfun :-)
Pattý verður líka sýnd og ætlar Ásdís sem á hana að sýna Patty og hún verðu líka með Ísabellu í ungliðaflokk :-)

Svo er komin meira nýtt á síðuna, ættartré fyrir þá sem vilja skrá hundana sína í ganni þar en þetta er bara fyrir Chihuahua með ættbók frá HRFÍ.
Kolla samþykkir svo hundana áður en þeir fara í gagnagrunninn :-)

Skoðið endilega líka aðrir tenglar

Svo verður tekið aftur video af næstu sýningu og mun það koma á heimasíðuna :-D


 

13.02.2008

Myndir frá Chihuahua deildarsýningunni
Klikkið á myndinni til að fá fleiri myndir eða hér
Ljósmyndari: Ari Þór Jóhanesson


12.02.2008

Komið nýtt á síðuna til vinstri, sýningar þar sem sýningarárangur Ísabellu verður og video frá hundasýningum og öðru.

Hér er svo myndband frá Chihuahua deildarsýningunni 27.janúar 2008: http://www.ice.is/Isabella/hund2.wmv


 

11.02.2008

Er búin að bæta við fleirum myndum frá Garðheimum.

Hér er svo video frá Garðheimum:

Hér er linkurinn:

http://ice.is/Isabella/102.wmv

Myndband: Ari Þór Jóhannesson
 


 

10.02.2008

Ísabella fór í smáhundaga í Garðheimum í dag að kynna Chihuahua og Abba kíkti svo aðeins í heimsókn :-)

Maya, Tara og Rambó voru með henni líka

Nokkrar myndir frá því hér síðan í gær og í dag


07.02.2008

Ísabella verður á sunnudag kl 12-14 í Garðheimum að kynna Chihuahua með Ólöfu sem ætlar að taka Töru Chihuahua skvísu með sér :-)


 

04.02.2008

Næstu helgi verða smáhundadagar í Garðheimum og Ísabella verður þar að kynna Chihuahua.

Erum ekki alveg viss hvaða dag og kl hvað en við látum vita á síðunni hvenær við verðum.

Abba Dís kemur svo kannski í Garðheima að skoða allar hinar tegundirnar.

Hér koma myndir af teppunum

Fleiri myndir af teppunum hér

Svo kom Kristín með Sóldísi og Aris í heimsókn fyrir stuttu og við skemmtum okkur vel.

Nokkrar myndir frá því hér eða klikkið á myndina til að fá fleiri myndir:

Hér fyrir neðan myndir af Öbbu og Ísabellu í garðinum.

Hér eru fleiri myndir


 

01.02.2008

Hæhæ, ætlaði bara að sýna ykkur mynd sem Kolla teiknaði í ganni í gær í photoshop :-)

Svo kannski á morgun koma myndir af teppunum með mynd af Ísabellu og Öbbu á.


 

27.01.2008

Ísabella var sýnd í dag á chihuahua deildarsýningu og fékk Very good og annað sæti í ungliðaflokki :-D

Mjög flott hjá henni og Kolla sýndi hana.

Svo sýndi Kolla systir Öbbu hana Pattý :-)

Hún fékk hvolpa þáttökuborða, annað sæti og heiðursverðlaun! rosa fínt í 6-9 mánaða hvolpaflokk.

Svo fékk bróðir hennar Ísabellu excellent og 1.sæti í ungliðaflokki og bleikan borða.

Meistarastig! annar besti rakki tegundar!

Svo var líka bróðir Pattý og Öbbu sýndur og fékk 1.sæti hjá rökkunum og var annar besti hvolpur chihuahua  6-9mánaða

Svo má ekki gleyma að Ísabella og Abba Dís fengu frá Ásdísi og Pattý, matarskál sem er eins og hundur, nammi, dót og bleikt bein til að hafa á ólinni :-D fyrir að sýna Pattý

Í umsögn fékk Ísabella:

Frábær heilbrigð tík, gott höfuð,

góður líkami, mætti hafa með betri vinkla að framan, 

mætti vera betri baklína

glæsileg skottstaða ,hreyfir sig vel,

mjög góður feldur miðað við aldur.

Myndir


 

24.01.2008

allir að skoða þetta :-D

http://www.jibjab.com/sendables/preview/CEgr3pbjTzefI1KffsFb4ytQ


 

18.01.2008

Fleiri myndir síðan í gær hér


 

18.01.2007

tekið af chihuahua deildarsíðunni:

Rútuferð á Gullfoss og Geysi með dómurum helgarinnar, mánudaginn 28. janúar 2008
Dags.fréttar 17.1.2008 18:57:16
Mánudaginn 28. janúar verður dómurum sýninganna boðið í rútuferð á Gullfoss og Geysi. Hin margfræga kjötsúpa verður snædd við Gullfoss í hádeginu.

Allir félagsmenn eru velkomnir og hvetjum við alla sem hafa tök á, að mæta og njóta náttúru Íslands með dómurum eftir vonandi ánægjulega sýningarhelgi.

Lagt verður af stað klukkan 10:00 frá Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, húsnæði Icelandexcursion.

Verði verður stillt í hóf.

Skráning á himna@simnet.is fyrir 24. janúar

Sigurbjörg Vignisdóttir

16.01.2007

Við fórum út í garð og Ísabella og Abba Dís fóru bara í kaf í snjó.

En það var samt rosalega gaman úti hjá þeim og við tókum nokkrar myndir hér eða smellið á myndina til að fá fleiri myndir.


 

11.01.2007

Er búin að bæta við fleiri myndum.


 

10.01.2007

Pattý systir Öbbu kom í heimsókn í dag.

Systurnar léku sér rosalega mikið saman og Ísabella líka.

Kolla er að fara að þjálfa Pattý fyrir janúar sýninguna og kemur hún þá nokkrum sinnum í viku fyrir sýningu.

En hér eru nokkrar myndir frá deginum í dag, klikkið á myndina til að fá fleiri myndir eða hér.


 

02.01.2007

Hæhæ,

Ísabella og Abba Dís voru ekkert hræddar á gamlárskvöld. Þær horfðu á flugeldana klukkan tólf út um gluggann og voru mjög rólegar yfir þessu. Þær fóru meira að segja út í garð fyrr um daginn þegar var verið að sprengja og voru ekkert að spá í hávaðanum.

Svo bráðum kemur að Chihuahua deildarsýningunni sem verður 27.jan og skráningarfrestur er til 4.jan.

Allir að skrá sig!


 

31.12.2007

 

Gleðilegt nýtt ár


 

24.12.2007

Gleðileg jól og farsælt komandi ár :-)


 

22.12.2007

Við tókum nokkrar jólamyndir :-) klikkið á myndina til að sjá hinar myndirnar.


 

21.12.2007

Hæhæ,

Við fórum að heimsækja elsku Aríel Sólina í Alviðru í gær.

Við settum tvö kerti hjá henni og leiðisgrein, mjög fallegt hjá henni en það var svoldið rigning og vindur.

Ísabella og Abba Dís fóru svo í risa túnið fyrir ofan að leika sér og hlupu mikið.

Gleymdum myndavélinni en tók eina úr gemsanum.


 

10.12.2007

Ísabella á afmæli í dag

Hún á afmæli í dag

Hún er 1.árs í dag

Hún á afmæli í dag :-D

Ísabella fékk bangsa sem geltir, bein og tvær mýs í afmælisgjöf og Abba fékk líka eina mús og bein því hún var 7.mánaða í síðustu viku.

Til hamingju með afmælið Lúkas og Glói bræður Ísabellu :-D

Svo eru fullt af myndum frá afmælinu, klikkið á myndina til að fá fleiri myndir.


 

08.12.2007

Hæhæ, við fórum að skoða jólalestina áðan í spönginni.

Svo eru fleiri nýjar fréttir neðar á síðunni.

En Kolla og Ísabella eru að fara í smáhundagönguna á morgun í Sólheimakoti á morgun kl.14

Fullt af myndum frá jólalestinni , klikkið á myndina eða skoðið undir myndir.


 

07.12.2007

Hér koma nýju myndirnar sem við tókum út í garði í gær :-)

myndir


 

07.12.2007

Gleymdi alveg að láta ykkur vita að Ísabella og Abba Dís fóru í heimsókn til Ólöfar sem á Mayu, Rósu og Töru.

Ísabellu finnst gaman að leika við Mayu og og Mayu finnst gaman að leika við Öbbu Dís :-D

Hér eru myndir frá því, klikkið á myndina til að sjá fleiri myndir:


 

06.12.2007

Hæhæ, það var rosalega gaman í morgun þegar við vöknuðum, allur garðurinn var út í snjó :-)

Við hlupum og hlupum í snjónum og Villa var búin að gera snjókarl sem við borðuðum svo og skemmdum.

En við erum búin að laga stóru myndavélina, Kolla var bara búin að stilla hana alveg rosalega vitlaust :-(

Þannig þið fáið fullt af myndum á morgun :-)


 

02.12.2007

Við vorum að koma heim frá aðventukaffinu og það var rosalega gaman :-)                             Það voru kökur, kaffi og Kakó.                                                                                        Svo var labbað í kringum jólatréð og dansað :-) rosa fjör

Við tókum fullt af myndum en margar þeirra voru hreyfðar og óskýrar því Kolla kann ekki að fókusa með myndavélina en það eru samt nokkrar myndir sem voru ágætar :-)

Hún ætlar að byrja aftur með litlu myndavélina því þá þarf hún ekki að hafa áhyggjur að fókusa alltaf :-) verða bara betri myndir næst.

Við hittum fullt af vinum okkar, Mayu, Patty, Bonna, Rambó, Rósu, Töru, og fullt af fleirum

Klikkið á myndina til að sjá hinar myndirnar eða sjáið myndirnar hér


 

29.11.2007

Ætla ekki allir að mæta á sunnudaginn í Gust :-)

Aðventukaffi  sunnudaginn 2.des kl.14-16 í Reiðhöll Gust

http://chihuahua.hrfi.is/


Svo verður Chihuahua auka sýning 27.jan með Terrierdeild og Tibet Spanieldeild.

Meira um það á www.hrfi.is


Og allir að skrá sig á janúarsýninguna! :-) Ísabella verður sýnd og allir að koma að horfa á okkur líka :-)

Skráningarfrestur er til 4 janúar

Það koma svo fleiri myndir bráðlega :-)


 

18.11.2007

Hæhæ, það var hvolpadagur hjá Öbbu í dag og ísabella fékk að stelast með og það var rosalega gaman.

Við hittum líka sysir Öbbu hana Patty sætustu og þær eru alveg eins :-D

Við tókum líka fullt af myndum og þið getið séð hér eða undir myndir.

Kristín kom í síðustu viku í heimsókn með Sóldísi og Aris nýja hvolpinn hennar sem er papillon og við tókum líka nokkrar myndir hér.

Annars er bara allt gott að frétta frá okkur :-) og fleiri myndir á morgun. :-D


 

05.11.2007

Það var rosalega gaman í lauavegsgöngunni og við við stóðum okkur rosalega vel :-D           
Hér eru nokkrar myndir frá göngunni. Myndir

Við þreyttar um kvöldið eftir langa skemmtilega göngu :-)

30.10.2007

Það eru komnar fullt af nýjum myndum

Svo er laugavegsgangan næstu helgi og allir eiga að mæta í hana :-)

Hún verður kl 13 og allir að hittast hjá hlemmi.


29.10.2007

Hæhæ,                                                                                                                  
tölvan bilaði og við gátum því ekkert sett neitt nýtt inn :-(                                            
En það er allt gott að frétta hjá okkur.

Fyrsti snjórinn hennar Öbbu var í fyrradag og hún elskar snjóinn.                                       Ísabella og Abba léku sér í garðinum og reyndu að ná í snjóbolta og leika sér við hann en það koma myndir á morgun frá því :-) en við fórum í Chihuahua göngu í gær og hér eru myndir frá göngunni


20.09.2007

Bauni og Karó komu í pössun í tvær vikur og voru að fara heim 18.sept.                          Bauni er afi Ísabellu og karó er hálfbróðir Öbbu.                                                              Við tókum engar myndir því myndavélin er rafmagnslaus :-( en eigum eina gamla mynd af þeim)

Bauni neðri og Karó efri.

07.09.2007

Ætla bara að láta ykkur vita að Ísabella og Abba Dís eru í nýjasta Sám blaðinu, frekar aftarlega í blaðinu.


20.08.2007

Við erum loksins flutt í nýja húsið okkar jeijjj :-)  Svo ætlar Kolla og Villa að fara að girða garðinn okkar svo við getum hlupið út um allt. Það koma svo fleiri myndir fljótlega, bæbæ


27.07.2007

Abba Dís 12.vikna á morgun :-)                                                                                
Við fórum með Öbbu til dýralæknis að fá sprautu númer tvö og þá getur hún farið að fara í langa göngutúra bráðum :-) og það eru komnar fleiri myndir


25.07.2007

Abba Dís fór í fyrsta göngtúrinn 11.vikna og var voða fjör og hljóp út um allt en svo fór að rigna og var þá rennandiblaut.                                                                                     
Ísabella og Abba fundu kassa og gerðu gat á hann og það var rosalega skemmtilegt.           
Við erum svo að fara að flytja í næstu viku og Þá fáum við garð víiíí.                                  Komnar fleiri myndir


 

17.07.2007

Misha kom í pössun til okkar 13.júl og verður í mánuð.                                                  
Við fórum í Alviðru í dag og það var rosalega gott veður og tókum fullt af myndum. Hér getið þið skoðað myndirnar eða undir myndir


12.07.2007

Ég og Abba Dís fórum í sveitaferð og var mikið fjör.                                                       
Myndir úr sveitaferðinni og fleira hér


07.07.2007

Ég er komin með systur sem heitir Abba Dís og er Chihuahua.                                          
Hún er bara 9 vikna og hún er undan Jökuldís Jöru og Brjánsstaða Degi Snæ.                     
Hér er heimasíðan hennar www.ice.is/isabella og veljið hennar banner svo á þetta eftir að breytast i www.ice.is/mexico                                                                                     
Við leikum okkur mikið saman en stundum er Abba Dís að taka mýsna mínar og þá skamma ég hana aðeins :-Þ


23.06.2007

Ég fór á mína fyrstu sýningu í dag í hvolpaflokk 6-9mánaða og ég fékk þáttutökuborða, annað sæti og heiðursverðlaun! og Þula sem var í pössun var í fyrsta sæti og fékk heiðursverðlaun líka og keppir um besta hvolp sýningar í dag! :-D

Bróðir minn var líka að keppa einn í rakkaflokk og fékk þáttökuborða og fyrsta sæti.


31.05.2007

Komnar fullt af nýjum myndum.                                                                                  

Þula var í pössun yfir helgina, rosalega gaman og vorum bara allan tíman að leika okkur eins og síams tvíburar því við viildum ekki sleppa sama leikfanginu og hlupum bara með það út um allt.
Svo var Depill í heimsókn líka.


 

21.05.2007

Fleiri myndir undir maí myndir af ísabellu og Alexi á hundasnyrtistofunni.


18.05.2007

Ég fór í Chihuahua Hvammsvíkurgönguna í gær, rosalega gaman en mjög vont veður.         
Það eru fullt af myndum hér. Hitti líka bróðir minn í göngunni hann Lúkas.


 

09.05.2007

 

Það eru komnar nýjar myndir af mér hér og þarna eru nokkrar myndir af mér þegar ég fer að heimsækja krakkana í skólanum sem ég hitti á hverjum degi og gefa mér nammi.                  
Ég er svo að fara í tjúagönguna á sunnudaginn, hlakka ekkert smá til.                               
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá hvolpadeginum sem ég fór í og hitti bróðir minn hann Lúkas, honum fannst ég voða skemmtileg en ég var ekkert svo spennt að hitta hann.   
Hér eru nokkar myndir frá því.                                                                                    Kveðja ísabella.


03.05.2007

Hæhæ, mamma hefur ekkert getað skrifað því tölvan var í viðgerð :-(                               
Bóas vinur minn lést 13 ára gamall. Ég sakna þín Bóas :-(

Ég fór með vinum mínum Alexi, Antoni og Max á Reynisvatn og við löbbuðum í kringum vatnið, voða stuð.                                                                                                               Ég er að fara í Chihuahua göngu 13.maí í Hvammsvík, hlakka ekkert smá til.                         Svo fara sýningarþjálfanirnar að fara að byrja og ég fer í hvolpaflokk og allir að koma og horfa á mig á sýningunni 23-24.júní :-D                                                          

Hér til hliðar er komin nýr dálkur sem heitir vinir og þar verða allir vinir mínir.                        
Og já má ekki gleyma að Anja eða reyndar pabbi hennar voru að fá hund sem er labrador og heitir Tumi :-) Til hamingju Anja og fjölskylda :-D     

Gleðilegt sumar :-)


08.04.2007

Það er mikið búið að gerast hjá mér.                                                                           
Fyrst kom Asía í smá heimsókn í 2 daga og svo kom Steini frændi og kærastan hans Kata í heimsókn með nýja hvolpinn sinn sem er bara 2.mánaða og er miklu minni en ég og hann er líka Chihuahua og heitir Depill og við lékum okkur mikið saman.                                             
Það eru komnar fullt af myndum af mér. Myndir

Ég fór líka í Chihuahua göngu Föstudaginn langa við Vatnsverndasvæði Hafnafjarðar.
Ég labbaði alveg í einn og hálfan klukkutíma og mamma hélt kannski að ég væri þreytt og ætlaði að halda á mér í smástund en ég vildi það sko ekki og vildi labba sjálf allan tímann en mamma gleymdi myndavélinni í bílnum. :-(                                                                                       
Það verður hvolpadagur í reiðhöll Gust næsta sunnudag.


29.03.2007

Það er allt gott að frétta af mér.                                                                               
Ég tek núna tvo göngutúra á dag ef það er gott veður og elska alla krakkana úti og þegar þau labba í burtu þá fer ég að gráta. Er búin að setja inn fleiri myndir af mér
hér neðarlega á síðunni.


26.03.2007

Ég gleymdi alveg að segja að mamma kom í heimsókn til mín fyrir 2 vikum síðan og hér eru myndir frá því og fleiri myndir af mér líka. Hér


24.03.2007

Ég kunni að labba upp tröppurnar frammi  á gangi fyrir ca mánuði síðan en í gær gat ég labbað niður allar tröppurnar  í stigaganginum.                                                                      
Vildi bara láta ykkur vita það því ég er svo montin :-)


18.03.2007

Ég fór í chihuahua göngu í dag í nauthólsvík en það var svo kalt úti þannig að ég kíkti bara á hina tjúana í smástund og fór svo heim.                                                                         
Fullt af myndum hér frá göngunni


16.03.2007

Fullt af nýjum myndum hér                                                                                                              
Ég fór í heimsókn 11. mars til Önju að hitta alla hundana hennar, Bóas, Alex, Anton og Max    
Svo kom Anton í heimsókn til mín í dag og við lékum okkur saman.


 

08.03.2007

Nýjar myndir hér


04.03.2007

Ég er 12.vikna :-)


 

 

26.02.2007

Nýjar myndir hér


 

26.02.2007

Ég fór í fyrsta göngutúrinn minn í dag með Birtu og hljóp út um allt, fannst svo gaman en það var samt rosalega kalt úti og við vorum þá bara stutt úti :-)


 

25.02.2007

Ég er 11.vikna í dag :-)


 

24.02.2007

Ég fór í fyrsta skiptið í bað og var ekkert ofsalega hrifin af því, reyndi bara að stökkva upp úr. Hér eru nokkrar myndir


 

19.02.2007

Komnar fleiri myndir undir 9-10vikna


 

19.02.2007

Ég er orðin svo dugleg að ég geri þarfir mínar á blöð og það koma mjög sjaldan slys.            Ég sef alla nóttina og pissa ekki fyrr en ég vakna kl 9 á morgnana.                             Mamma er búin að kenna mér að setjast eftir skipun og ég er svo klár að ég náði því strax :-) og sest alltaf niður þegar ég sé mömmu með nammi í hendinni án þess að mamma þarf að segja sestu við mig. Sjá mynd                                                                                   Ég gelti líka alltaf á robomopinn þegar hann er í gangi og held að það sé leikfang.                   Misha fer svo bráðum að koma til okkar :-D þá get ég farið að elta hann út um allt og látið Sesar í friði sem er löngu komin með leið á mér híhí.


 

18.02.2007

Ég er 10 vikna í dag :-)


 

13.02.2007

Það gengur mjög vel á nýja heimilinu, ég borða vel og sef alla nóttina án þess að væla.

Mér finnst voða gaman að elta kisuna hann Sesar og hleyp á eftir honum og reyni að sleikja hann í framan en honum líst ekki eins vel á þetta og hleypur upp í rúm eða upp í stiga svo ég nái honum ekki.

Ég reyndi í dag að komast upp stigann og náði að komast upp í fyrsta stigann og mömmu Kollu brá og hélt að ég gæti ekki komist upp í stigann næstum því strax en ég er líka algjör klifurköttur híhí

Ég leik mér voða mikið og finnst öll leikföngin skemmtileg og ég fékk gjafir frá Önju og Ólöfu :D fullt af beinum :-) takk æðislega fyrir gjafirnar Anja og Ólöf :-)


 

13.02.2007

Það eru komnar nýjar myndir undir fleiri myndir 9-10vikna hér

10.02.2007

Ég nýkomin heim